Stærðfræðipróf dauðans!!!
Ég ætla að segja ykkur frá stærðfræðiprófi, vonandi það síðasta sem ég fer á minn lífsfæddu ævi!!!
Ég var frekar róleg þegar ég mætti í skólann og hitti Jóhannes sem ætlaði að fara yfir nokkur atriði með mér. VIð settumst nðiur og ég skildi allt nokkurnvegin. Ég settist við borð í salnum nokkurnvegin sallaróleg og byrjaði að skrifa. Þar sem ég var með venjulega Casio reiknivél en ekki svona tölvur sem sumir eru með tók mig talsvert lengri tíma að reikna sum dæmin. Ég hef aldrei verið neitt góð í stærðfræði svo það kom mér ekkert á óvart þótt ég gæti ekki nokkur dæmi. En svo kom ég að dæmi sem ég hélt að ég gæti alveg pottþétt gert. En þegar ég horfði á tölurnar og orði, þá gat ég enganvegin munað!! Ég kallaði á kennarann en hann gat bara sagt mér að athuga hvort ég hefði slegið rétt inn í reiknivélina og svoleiðis. Ég fór að reyna að reikna þetta dæmi þótt ég vissi að ég væri að gera það á rangan hátt. Síðan kláraði ég prófið eftir bestu getu, byrjaði aftur og gat bætt ýmsu við. Síðan kíkti ég aftur á þetta óþolandi dæmi og hugsaði og hugsaði. Ég leit til skiptis á formúluna sem ég vissi að ég átti að nota og dæmið sjálft þartil allt í einu opnaðist einhver gátt og ég fattaði hvað ég átti að gera!! Júreka!!! Ég leit á klukkuna og sá að það voru um tvær mínútur eftir. Ég panikkaði... strokaði út og byrjaði að reikna og skrifa þannig að það rauk úr bæði reiknivélinni (það er ekki svona kælisystem eins og á þessum nýju flottu) og blýantinum mínum. Þegar ég var komin af stað hringdi út og kennarar tóku að safna saman prófunum. Allt í einu stóð kennari yfir mér en ég hélt áfram að reikna. Þegar hann var orðinn frekar óþolinmóður, ég eini nemandinn eftir í salnum og gráti næst... átti eftir að skrifa öll svörin við útreikningunum.... varð ég að hætta. Ég stóð upp og setti dótið mitt hágrátandi í töskuna mína, þetta var of mikið. Já, ég játa, ég er "svolítið" viðkvæm. Það kom til mín kennari sem ég hef oft séð en veit ekki hvað kennir. Hún spurði mig hvað væri að og ráðlagði mér að fara til námsráðgjafa þegar ég sagði henni hvernig í lægi. Ég gerði það og hún róaði mig mjög mikið. Ég get tekið prófið aftur ef ég fell þar sem ég er útskriftarnemi og hún ætlar að sjá til þess að ég fái lengri tíma. Þetta voru góðar fréttir. Næst tróð ég mig út af mat á Ruby Tuesday með kellum af borðinu og svaf svo værum svefni í sófa á bókasafninu með sálfræðibókina mína á gólfinu þartil mamma kom og sótti mig. Þetta var gærdagurinn. Í dag fór ég snemma í söngtíma og svo heim að lesa. Ég varð mjög fegin þegar Gústalingurinn minn kom í heimsókn um hálf fimmleytið. Ég er búin að lesa sálfræðibókina... ég eldaði og skrifaði utan á nokkur boðskort fyrir útskriftina mína... dugleg!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 20:37
|